Við þökkum jákvæð viðbrögð sem æfingabúðir FC Barcelona hafa fengið og er skemmst frá því að segja að uppselt er í æfingabúðirnar. Hægt er að skrá sig á biðlista í æfingabúðirnar og munum við geta bætt stelpum við af biðlistanum ef forföll verða. Ástæðan fyrir því að við getum ekki bætt við fleiri stelpum er sú að við teljum að það geti komið niður á gæðum æfingabúðanna.