Í gær voru síðastu æfingarnar í stráka FC Barcelona æfingabúðunum 2017 á Íslandi. Það er mat þjálfara FC Barcelona að strákarnir hafi staðið sig vel og verið ykkur til sóma.
Á miðvikudaginn í næstu viku(28. Júní) verður æfingabúðunum formlega slitið með lokaathöfn á aðalvelli Vals kl: 17.00 og vonumst við til að allir sjái sér fært að mæta.
Strákar og stelpur setjast í stúkuna næst Öskjuhlíðinni en foreldrar og aðrir fá sér sæti annarsstaðar í stúkunni.
Maria Teixidor i Jufresa heiðrar okkur með nærveru sinni en hún er í stjórn FC Barcelona, einnig verður tónlistaratriði og Barca TV verður á svæðinu.
Allir þátttakendur fá þátttökuskjal og vonumst við að þið sjáið ykkur fært að mæta.