Vegna fjölda fyrirspurna höfum við bætt við námskeiði fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2017. Um er að ræða námskeið sem verður í 4 daga, 16. – 19. Júní á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll.
Allir leikmenn sem taka þátt í æfingabúðunum FC Barcelona fá Nike æfingasett, fótbolta og viðurkenningarskjal.
Æfingatímar kl. 11.30-13.30 (mæting kl: 11.15
Verð: 41.900 kr. (hægt er að skipta greiðslum á þrjá mánuði)
Veittur er 10 % afsláttur ef um systkini er að ræða.