Framundan eru tvö morgunnámskeið hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fífunni. Undanfarin ár hafa námskeið knattspyrnuakademíunnar verið gífurlega vinsæl og færri komist að en viljað. Að þessu sinni verður sér stráka og sér stelpu námskeið.
Strákanámskeið 27. október – 7. nóvember
Þjálfun útileikmanna:
Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem helstu grunnþættir knattspyrnu verða þjálfaðir en þessir þættir skipta miklu máli að þjálfa, meðal atriða sem farið verður í eru spyrnur, móttökur, snúningar, skallar.
Þjálfarar:
Hans Sævarsson, Sam Tillen, Davíð Snorri Jónasson, Hákon Sverrisson, Andri Fannar Stefánsson og Eiður Ben Eiríksson.
Þjálfun markmanna:
Áhersla verður lögð á helstu tækiatriði sem markmenn þurfa að hafa í huga.
Markmannsþjálfari:
Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari Íslenska landsliðsins.
Æfingadagar: Mánudagar, þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar
Æfingatími: kl: 06.20 – 07.20
Aldur: Strákar fæddir 2000-2005
Verð: 16.900 kr. með morgunhressingu
Smellið hér til að skrá ykkur á námskeiðið
Ert þú vinur Knattspyrnuakademíu Íslands á Facebook?