Framundan eru morgunnámskeið hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fífunni í Kópavogi, um er að ræða námskeið fyrir stelpur frá öllum félögum. Undnafarin ár hafa námskeið knattspyrnuakademíunnar verið gífurlega vinsæl og færri komist að en viljað.
8. – 18. febrúar – Námskeið fyrir stelpur fæddar 2000 – 2006 með landsliðskonum Íslands
Þjálfun útileikmanna:
Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem helstu grunnþættir knattspyrnu verða þjálfaðir en þessir þættir skipta miklu máli að þjálfa, meðal atriða sem farið verður í eru spyrnur, móttökur, snúningar og skallar.
Þjálfarar útileikmanna:
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Eiður Ben Eiríksson, Orri Þórðarson og Steinunn Sigurjónsdóttir.
Þjálfun markmanna:
Áhersla verður lögð á helstu tækniatriði sem markmenn þurfa að hafa í huga.
Markmannsþjálfari:
Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari Íslenska landsliðsins, auk gestaþjálfara sem koma í heimsókn.
Æfingadagar: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudagar
Æfingatími: kl: 06.20 – 07.20
Aldur: 2000-2006
Verð: 17.900 kr. með morgunhressingu
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir enfnilegar knattspyrnustelpur sem vilja bæta sinn leik með landsliðskonum Íslands. Verður hópnum skipt bæði eftir aldri og getu til að tryggja að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.
Ert þú vinur Knattspyrnuakademíu Íslands á facebook?