FC Barcelona academían verður með Knattspyrnuskóla á Íslandi næsta sumar líkt og síðustu ár í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Allir leikmenn sem taka þátt í æfingabúðunum FC Barcelona fá Nike æfingasett, fótbolta og viðurkenningarskjal.
Æfingabúðirnar verða fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9 – 14 ára. Undanfarin ár hefur aðsókn verið mikil í öllum hópum, oft fljótt að fyllast og þar af leiðandi uppselt og biðlistar settir í gang.
Æfingadagar: 16. – 20. júní (búningaafhending 15. júní).
Æfingatímar:
Leikmenn fæddir 2013-2014 (5. flokkur) kl. 9:00-11:00 (mæting kl. 8:45).
Leikmenn fæddir 2011-2012 (4. flokkur) kl. 11:30-13:30 (mæting kl. 11:15).
Leikmenn fæddir 2015-2016 (6. flokkur) kl. 14:30-16:30 (mæting kl. 14:15).
Staðsetning: Kópavogsvöllur(æfingasvæði Breiðabliks)
Verð: 48.900 kr. (hægt er að skipta greiðslum á þrjá mánuði)
Veittur er 10 % afsláttur ef um systkini er að ræða.
Það er ánægjulegt að Barça academían komi til landa eins og Íslands. Mikil eftirspurn er eftir Barça academíunni sem sendir eingöngu þjálfara í æfingabúðirnar sem þjálfa í hinni frægu FC Barcelona academíu. Sjúkraþjálfari er á öllum æfingum ef óhöpp verða og er það hluti af þeim fjölmörgu gæða stöðlum sem FC Barcelona setur í æfingabúðum eins og þessum.
Æfingabúðirnar hafa verið gífurlega vinsælar og reiknað er með að færri komist að en vilja líkt og síðustu ár, þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst.