Búninga og bolta afhendinginn gekk vel í dag og skynjuðum við ánægju og eftirvæntingu hjá þeim leikmönnum sem munu æfa í Barcelona æfingabúðunum þetta árið.
Hér að neðan má finna hópaskiptingu í Barcelona æfingabúðunum á Íslandi 2018.
Leikmenn fæddir 2007 og 2008 kl: 9:00-11:00
Leikmenn fæddir 2005 og 2006 kl: 11:30-13:30
Leikmenn fæddir 2002 – 2004 kl: 14:30-16:30
Leikmenn fæddir 2007 og 2008 kl: 14.30-16:30
Miklar líkur eru á því að hóparnir breytist eitthvað á milli æfinga en ef foreldrar eða leikmenn eru óánægðir með hópaskiptinguna, þurfa þeir aðilar að ræða ástæðurnar fyrir ósk um breytingu á hóp við Barcelona þjálfarana. Þeir vilja ekki að við séum að breyta hópnum.
Leikmenn æfingabúðanna skulu vera mætir 15 mínútum áður en æfingin hefst á það svæði sem er merkt þeirra Barcelona leikmanni(nafn á þeirra hóp) í Barcelona æfingafatnaði og með boltann sem þeir fengu í dag.
Við hvetjum leikmenn til að mæta með vatnsbrúsa á æfingarnar.
Þeir sem komust ekki í dag að sækja búninginn, hvetjum við til að mæta tímanlega á morgun til að sækja búninginn og boltann sinn.