Í annað sinn býður Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands upp á æfingabúðir hér á Íslandi.
Í fyrra valdi FC Barcelona, eitt öflugasta íþróttafélag heims, Ísland til að bjóða eingöngu stúlkum, í fyrsta sinn, upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjálfarar félagsins þjálfuðu þátttakendur eftir hinu fræga æfingakerfi Barcelona.
Gerður var góður rómur að æfingabúðunum og bæði þátttakendur og foreldrar þeirra lýstu yfir mikilli ánægju.
Nú hefur FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands, ákveðið að bjóða einnig upp á æfingabúðir fyirr íslenska pilta á aldrinum 10-16 ára.“
Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum dagana 18.-22. júní fyrir pilta og 24.-28. júní fyrir stúlkur. Þeim lýkur með hófi þar sem góðir gestir frá Barcelona mæta.
Æfingatímar:
10-11 ára(f. 2006-2007) – Kl: 09.00-11.00
12-13 ára(f. 2004-2005) – kl: 11.30-13.30
14-16 ára(f. 2001-2003) – kl: 14.30-16.30
Skráning í æfingabúðirnar hefst föstudaginn 28. apríl kl. 10:00. Reiknað er með að færri komist að en vilja og þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst hér á síðunni.
Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingasett og fótbolta.
Þátttökugjald: 36.900 kr.