Þriðjudaginn 25. febrúar hefst þriggja vikna morgunnámskeið Knattspyrnuakademíu Íslands í Fífunni í Kópavogi fyrir stráka og stelpur fædd 1999-2004. Hafa námskeið Knattspyrnuakademíunnar verið gífurlega vinsæl í gegnum tíðina og færri komist að en viljað síðustu fimm ár, þar sem það hefur verið uppselt á öll námskeiðin okkar.
Þjálfun:
Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem helstu grunnþættir knattspyrnu verða þjálfaðir en þessir þættir skipta miklu máli fyrir þennan aldurshóp að þjálfa, meðal atriða sem farið verður í eru tækni, spyrnur, móttökur, snúningar og skallar.
Þjálfarar:
Hans Sævarsson, Margrét Lára Viðarsdóttir, Halldór Ragnar Emilsson, Andri Fannar Stefánsson, Eysteinn Lárusson, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Hákon Sverrisson, Eiður Eiríksson o.fl.
Er námskeiðið bæði fyrir stráka og stelpur sem fædd eru 1999 – 2004. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir efnilega knattspyrnuiðkendur sem vilja bæta sinn leik og ná langt. Verður hópnum skipt bæði eftir aldri og getu til að tryggja að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.
Markmannsskóli Knattspyrnuakademíu Íslands
Markmannsskóli akademíunnar hefst einnig 25. febrúar, þar sem landsliðs markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson sér um þjálfunina. Þar verða æfð helstu tækniatriði sem markmenn þurfa að hafa í huga. Upplagt tækifæri fyrir efnilega markmenn sem vilja bæta sig og ná langt.
Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 25. febrúar og standa til 13. mars. Fara æfingarnar fram á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgnum kl: 06.20 – 07:20.
Þátttökugjald á námskeiðin er 15.500 kr. og er innifalið í því morgunhressing.